Erlent

Lagði áherslu á mikilvægi þess að fátækar þjóðir verði bólusettar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Frans páfi lagði áherslu á mikilvægi þess að fátækustu þjóðir heims yrðu bólusettar í páskaávarpi sínu.
Frans páfi lagði áherslu á mikilvægi þess að fátækustu þjóðir heims yrðu bólusettar í páskaávarpi sínu. AP

Annað árið í röð var páskaguðsþjónustu að mestu streymt á netinu. Í páskaávarpi sínu lagði Frans páfi áherslu á mikilvægi þess að fátækustu þjóðir heims yrðu bólusettar.

„Bóluefni eru mikilvæg verkfæri í baráttunni við faraldurinn. Ég hvet alla heimsbyggðina til að sýna ábyrgð og leitast við að bregðast við töfum á dreifingu bóluefna og að greiða sérstaklega fyrri dreifingu þeirra meðal fátækustu þjóða,“ sagði Frans páfi.

Hátíðarmessu var streymt frá Dómkirkjunni klukkan ellefu í morgun. Agnes M. Sigurðardóttir, Biskup Íslands kom meðal annars inn á faraldur kórónuveirunnar í ávarpi sínu. Minnti hún á mikilvægi þolinmæðis og þrautsegju í baráttunni við faraldurinn.

Agnes M. Sigurðardóttir

„Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn. Við þurfum að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn. Hugsa um hag heildarinnar um leið og við hugum að eigin sóttvörnum,“ sagði Agnes.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×