Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 17:43 Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur boðað stærstu mótmæli í sögu landsins til stuðnings Navalní í vor. Stjórnvöld segja slík mótmæli ólögleg en þau veita lítið svigrúm til pólitísks andófs í landinu. Vísir/EPA Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30
Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10