Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 13:30 Þeir sem andæfa stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eiga ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Á annað hundruð stjórnarandstæðinga voru handteknir á ráðstefnu í dag. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. Á ráðstefnunni hittust sveitarstjórnarfulltrúar frá öllu Rússlandi, að sögn Andrei Pivovarov, skipuleggjanda hennar og framkvæmdastjóra Opins Rússlands, samtaka rússneskra andófsmanna í Bretlandi. Lögreglumenn ruddust inn skömmu eftir að ráðstefnan hófst í dag. Handtóku þeir viðstadda og stungu inn í lögreglubíla sem biðu fyrir utan, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtökin OVD-Info sem fylgjast með handtökum á aðgerðarsinnum og pólitískum mótmælendum hafa birt lista yfir fleiri en 150 manns sem þau segja að hafa verið handteknir í dag. Opið Rússland er á meðal fleiri en þrjátíu samtaka sem stjórnvöld í Kreml skilgreina sem óæskileg og bönnuðu með lögum sem voru samþykkt árið 2015. Stjórnvöld hófu rassíu gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki eftir að þau handtóku Alexei Navalní, einn helsta stjórnarandstöðunnar, þegar hann sneri heim til Rússlands í janúar. Hann hafði dvalið í Þýskalandi um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum í heimalandinu. Hann sakar Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Á ráðstefnunni hittust sveitarstjórnarfulltrúar frá öllu Rússlandi, að sögn Andrei Pivovarov, skipuleggjanda hennar og framkvæmdastjóra Opins Rússlands, samtaka rússneskra andófsmanna í Bretlandi. Lögreglumenn ruddust inn skömmu eftir að ráðstefnan hófst í dag. Handtóku þeir viðstadda og stungu inn í lögreglubíla sem biðu fyrir utan, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtökin OVD-Info sem fylgjast með handtökum á aðgerðarsinnum og pólitískum mótmælendum hafa birt lista yfir fleiri en 150 manns sem þau segja að hafa verið handteknir í dag. Opið Rússland er á meðal fleiri en þrjátíu samtaka sem stjórnvöld í Kreml skilgreina sem óæskileg og bönnuðu með lögum sem voru samþykkt árið 2015. Stjórnvöld hófu rassíu gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki eftir að þau handtóku Alexei Navalní, einn helsta stjórnarandstöðunnar, þegar hann sneri heim til Rússlands í janúar. Hann hafði dvalið í Þýskalandi um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum í heimalandinu. Hann sakar Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið. Því hafna rússnesk stjórnvöld.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10
Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29
Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59