Erlent

Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90%

Kjartan Kjartansson skrifar
Bóluefni bæði Modern og Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Eftir fyrsta skammt reyndist vernd þeirra fyrir smiti 80% í rannsókn CDC.
Bóluefni bæði Modern og Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Eftir fyrsta skammt reyndist vernd þeirra fyrir smiti 80% í rannsókn CDC. Vísir/EPA

Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin.

Um 4.000 heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn, slökkviliðsmenn og aðrir framlínustarfsmenn tóku þátt í rannsókninni, að sögn Washington Post. Eftir fyrsta skammt bóluefnanna drógu þau úr líkum á smiti um 80%. Eftir seinni skammt drógust líkurnar á smiti saman um 90%.

CDC segir að rannsókn hennar sé ein sú fyrsta sem kannar hversu vel bóluefnin verja fólk fyrir smiti, ekki aðeins hvort að þau komi í veg fyrir einkenni Covid-19. Þá veiti hún innsýn í hversu vel bóluefnin virki fyrir fólk í störfum sem gerir það sérstaklega útsett fyrir smiti.

Af hátt í 2.500 manns sem voru fullbólusettir greindust aðeins þrír smitaðir. Af þeim 477 sem fengu aðeins einn skammt greindust átta smitaðir. Í hópnum sem fékk ekki bóluefni, 994 manns, greindist 161 með kórónuveirusmit. Enginn þátttakandi í rannsókninni lést.

Í rannsókn lyfjafyrirtækjanna sjálfra reyndust bóluefnin veita 90% vernd fyrir einkennum Covid-19.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.