Erlent

Skora á John­son að deila bólu­efnum með fá­tækari þjóðum

Sylvía Hall skrifar
Bretland er á meðal þeirra þjóða sem hafa tryggt sér flesta skammta af bóluefni miðað við höfðatölu.
Bretland er á meðal þeirra þjóða sem hafa tryggt sér flesta skammta af bóluefni miðað við höfðatölu. Getty/Leon Neal

Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, en Bretland hefur tryggt sér 400 milljónir skammta af bóluefni. Því þykir ljóst að töluvert magn verður afgangs þegar þjóðin hefur verið bólusett en rúmlega 65 milljónir búa í Bretlandi og er búist við að rúmlega hundrað skammtar verði afgangs.

Ríkisstjórnin þar í landi hefur áður gefið það út að bóluefnum verði dreift til fátækari þjóða í gegnum Covax-verkefnið sem er samstarf þjóða heims um að koma bóluefni til yfir níutíu lág- og millitekjuríkja. Góðgerðafélögin kalla þó eftir því að ríkisstjórnin hefjist strax handa við að koma skömmtum til þeirra ríkja.

„Bretland mun sitja á nógu miklu bóluefni til að bólusetja framlínustarfsmenn heimsins tvisvar,“ segir í bréfi góðgerðafélaganna til forsætisráðherrans.

Yfir 29 milljónir fullorðinna í Bretland hafa nú þegar fengið fyrsta skammt af bóluefni og er Bretland á meðal þeirra þjóða sem hefur tryggt sér flesta skammta af bóluefni miðað við höfðatölu.


Tengdar fréttir

Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga

„Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×