Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 20:19 Forsætisráðherrann sagði að stundum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið. Getty „Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“ Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira