Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 23:17 Ahmad Al Aliwi Alissa var leiddur fyrir dómara í dag. Helen H. Richardson/The Denver Post via AP Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. Maðurinn, sem er 21 árs og heitir Ahmad al-Aliwi Al Issa, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald án möguleika á að fá lausn gegn tryggingu. Þá féllst dómari á beiðni verjanda hans um að Al Issa gengist undir geðmat. Al Issa er bandarískur ríkisborgari fæddur í Sýrlandi. Hann er ákærður fyrir tíu morð af yfirlögðu ráði, en síðastliðinn mánudag var hann handtekinn með skotsár á læri í kjölfar skotárásar á verslun þar sem tíu manns létu lífið. Fórnarlömbin voru á aldrinum 20 til 65 ára. Lögregla hefur ekki gefið upp hvað hún telji búa að baki skotárásinni, en Al Issa hefur ekki lýst yfir ábyrgð á henni. Fangamynd sem tekin var af Al Issa eftir að hann var handtekinn.Boulder Police Department Hótaði að drepa liðsfélaga sína Denver Post hefur eftir fyrrum bekkjarfélögum Al Issa úr framhaldsskóla að hann hafi verið ofbeldisfullur, skapstyggur og ofsóknaróður á tíma sínum í skóla. Hann gekk í Arvada West framhaldsskólann í Denver á árunum 2015 til 2018. „Hann var með ógnvekjandi nærveru,“ er haft eftir Dayton Marvel, sem var liðsfélagi Al Issa í glímuliði skólans. Hann segir meðal annars frá því að Al Issa hafi hótað að drepa liðsfélaga sína. „Á síðasta árinu hans, þegar við glímdum til að sjá hverjir kæmust í aðalliðið, þá tapaði hann sinni keppni. Hann hætti í liðinu og öskraði í búningsklefanum að hann ætlaði að drepa alla. Enginn trúði honum. Okkur fannst þetta bara óþægilegt en enginn gerði neitt í þessu.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Maðurinn, sem er 21 árs og heitir Ahmad al-Aliwi Al Issa, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald án möguleika á að fá lausn gegn tryggingu. Þá féllst dómari á beiðni verjanda hans um að Al Issa gengist undir geðmat. Al Issa er bandarískur ríkisborgari fæddur í Sýrlandi. Hann er ákærður fyrir tíu morð af yfirlögðu ráði, en síðastliðinn mánudag var hann handtekinn með skotsár á læri í kjölfar skotárásar á verslun þar sem tíu manns létu lífið. Fórnarlömbin voru á aldrinum 20 til 65 ára. Lögregla hefur ekki gefið upp hvað hún telji búa að baki skotárásinni, en Al Issa hefur ekki lýst yfir ábyrgð á henni. Fangamynd sem tekin var af Al Issa eftir að hann var handtekinn.Boulder Police Department Hótaði að drepa liðsfélaga sína Denver Post hefur eftir fyrrum bekkjarfélögum Al Issa úr framhaldsskóla að hann hafi verið ofbeldisfullur, skapstyggur og ofsóknaróður á tíma sínum í skóla. Hann gekk í Arvada West framhaldsskólann í Denver á árunum 2015 til 2018. „Hann var með ógnvekjandi nærveru,“ er haft eftir Dayton Marvel, sem var liðsfélagi Al Issa í glímuliði skólans. Hann segir meðal annars frá því að Al Issa hafi hótað að drepa liðsfélaga sína. „Á síðasta árinu hans, þegar við glímdum til að sjá hverjir kæmust í aðalliðið, þá tapaði hann sinni keppni. Hann hætti í liðinu og öskraði í búningsklefanum að hann ætlaði að drepa alla. Enginn trúði honum. Okkur fannst þetta bara óþægilegt en enginn gerði neitt í þessu.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira