Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 12:24 Árásarmaðurinn lét til skarar skríða í versluninni King Soopers í Boulder í Colorado síðdegis í gær. AP/David Zalubowski Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira