Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 13:33 Michael og Peter Taylor við vegabréfaeftirlit á flugvelli í Istanbúl í 30. desember 2019. Flugvélinni sem var notuð til að koma Ghosn frá Japan var millilent þar á leiðinni til Líbanons. AP/DHA Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns. Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns.
Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00