The Sun réði einkaspæjara til að fá upplýsingar um Meghan Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 19:58 Götublaðið The Sun fékk persónulegar upplýsingar um Markle þegar hún var nýbyrjuð að hitta Harry Bretaprins. Vísir/Getty Breska götublaðið The Sun borgaði bandaríska einkaspæjaranum Daniel Hanks fyrir að sækja upplýsingar um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, á fyrstu stigum sambands hennar við Harry Bretaprins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið í kvöld. Á meðal þeirra upplýsinga sem Hanks nálgaðist fyrir götublaðið var kennitala Markle, símanúmer og heimilisfang sem og upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar, fjölskyldumeðlimi og fyrrum kærasta. Í Bandaríkjunum geta rannsóknarmenn, líkt og Hanks er, nálgast ákveðnar upplýsingar úr gagnagrunnum í sérgreindum tilgangi, til að mynda fyrir dómsmál, en óheimilt er að sækja slíkar persónuupplýsingar fyrir fjölmiðla. Útgefandi The Sun segir blaðið einungis hafa óskað eftir lögmætri rannsókn og það hafi jafnframt beðið Hanks um að haga sér í samræmi við lög. Hanks segir nær allar upplýsingarnar hafa verið fengnar með lögmætum hætti fyrir utan kennitöluna. „Þegar þú hefur þær upplýsingar, þá ertu með lykilinn að konungsveldinu,“ bætti hann við. Hanks hefur starfað sem einkaspæjari í næstum því fjörutíu ár og á ferli sínum safnað upplýsingar um menn á borð við Michael Jackson og Jeffrey Epstein. Hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fjórum sinnum, síðast árið 2017 fyrir fjárkúgun. Í viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex ræddu þau sérstaklega breska fjölmiðla, sem þau sögðu hafa verið óvægna í garð Meghan Markle. Margar umfjallanir hafi litast af kynþáttafordómum og hún hafi upplifað mikla ósanngirni í sinn garð. Þá greindi hún einnig frá andlegum erfiðleikum sínum í viðtalinu og þeirri staðreynd að hún hafi um tíma íhugað sjálfsvíg. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Á meðal þeirra upplýsinga sem Hanks nálgaðist fyrir götublaðið var kennitala Markle, símanúmer og heimilisfang sem og upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar, fjölskyldumeðlimi og fyrrum kærasta. Í Bandaríkjunum geta rannsóknarmenn, líkt og Hanks er, nálgast ákveðnar upplýsingar úr gagnagrunnum í sérgreindum tilgangi, til að mynda fyrir dómsmál, en óheimilt er að sækja slíkar persónuupplýsingar fyrir fjölmiðla. Útgefandi The Sun segir blaðið einungis hafa óskað eftir lögmætri rannsókn og það hafi jafnframt beðið Hanks um að haga sér í samræmi við lög. Hanks segir nær allar upplýsingarnar hafa verið fengnar með lögmætum hætti fyrir utan kennitöluna. „Þegar þú hefur þær upplýsingar, þá ertu með lykilinn að konungsveldinu,“ bætti hann við. Hanks hefur starfað sem einkaspæjari í næstum því fjörutíu ár og á ferli sínum safnað upplýsingar um menn á borð við Michael Jackson og Jeffrey Epstein. Hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fjórum sinnum, síðast árið 2017 fyrir fjárkúgun. Í viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex ræddu þau sérstaklega breska fjölmiðla, sem þau sögðu hafa verið óvægna í garð Meghan Markle. Margar umfjallanir hafi litast af kynþáttafordómum og hún hafi upplifað mikla ósanngirni í sinn garð. Þá greindi hún einnig frá andlegum erfiðleikum sínum í viðtalinu og þeirri staðreynd að hún hafi um tíma íhugað sjálfsvíg.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31