Enski boltinn

Chelsea vann deildar­bikarinn eftir öruggan sigur á Bristol

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chelsea tryggði sér enska deildarbikarinn með 6-0 sigri í dag.
Chelsea tryggði sér enska deildarbikarinn með 6-0 sigri í dag. EPA-EFE/Justin Tallis

Chelsea vann Bristol City í úrslitum deildarbikars kvenna í Englandi í dag. Leikurinn fer seint í sögubækur fyrir spennu en hið magnaða lið Chelsea vann þægilegan 6-0 sigur.

Það tók verðandi Englandsmeistara Chelsea aðeins tvær mínútur að komast yfir og átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Sam Kerr með bæði mörkin.

Fran Kirby bætti svo við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 4-0 í hálfleik. Kerr fullkomnaði þrennu sínu snemma í síðari hálfleik og að var staðan orðin 6-0 strax á 55. mínútu þökk sé marki Guro Reiten.

Svo virðist sem Chelsea-konur hafi slakað á klónni eftir að komast sex mörkum yfir fór það svo að þær unnu leikinn – sem fram fór á Vicarage Road, heimavelli Watford – þægilega 6-0.

Chelsea vann einnig deildarbikarinn á síðustu leiktíð og eins og áður sagði þarf mikið að gerast svo þær verði ekki enskir meistarar er yfirstandandi leiktíð lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×