Erlent

Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang

Kjartan Kjartansson skrifar
Hinrik, hertogi af Sussex, með eiginkonu sinni Meghan Markle.
Hinrik, hertogi af Sussex, með eiginkonu sinni Meghan Markle. Vísir/EPA

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin.

Hjónin hafa ekki fengið öryggisgæslu á vegum bresku konungsfjölskyldunnar undanfarin misseri og í nýlegu viðtali lýsti Hinrik áhyggjum af öryggi fjölskyldu sinnar.

Slúðurvefurinn TMZ hefur eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar að sami karlmaður hafi brotist inn í hús hertogahjónanna í Montecito í Kaliforníu, fyrst á aðfangadagskvöld og svo aftur á öðrum degi jóla. Maðurinn er sagður hafa ekið alla leiðina frá Ohio en ekki liggi fyrir hvað hann vildi hjónunum né hvort að þau hafi verið heima þegar hann mætti óboðinn heim til þeirra.

Hinrik, sem gengur undir gælunafninu „Harry“, sagði í viðtali við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey á dögunum að þegar hann og Markle létu af formlegum störfum fyrir konungsfjölskylduna og fluttu til Norður-Ameríku hafi þau verið svipt lífvarðasveit sinni. Benti prinsinn á að þrátt fyrir að þau komi ekki lengur fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar steðji ýmsar ógnir enn að þeim.

Viðtalið við hjónin vakti mikla athygli innan og utan Bretlands. Í því lýstu þau meðal annars rasisma innan bresku konungshallarinnar. Hinrik sagði að Karl Bretaprins, faðir sinn, hafi hætt að svara honum í síma eftir að hann og Markle ákváðu að láta af opinberum störfum.


Tengdar fréttir

Álit Breta á Meg­han og Harry aldrei verið verra

Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.