Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 14:12 TIl stendur að halda söngvakeppnina í Rotterdam í Hollandi í maí. Spurning er hvort að Hvíta-Rússland fái að senda fulltrúa þangað. Vísir/EPA Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því. Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því.
Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira