Kínverjar ætla að herða tökin á kosningum í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 12:32 Frá alþýðuþingi Kína í Beijing í dag. Tillagan um að umbylta kosningakerfi Hong Kong var samþykkt mótatkvæðalaust. Tillagan nefndist „föðurlandsvinir stjórna Hong Kong“. Vísir/EPA Kosningakerfi Hong Kong verður umturnað samkvæmt tillögu sem kínverska alþýðuþingið samþykkti í dag. Andstæðingar tillögunnar segja að hún muni í reynd kæfa allt andóf gegn kínverskum stjórnvöldum verði hún að veruleika. Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26
Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent