Ógildir dóm yfir Lula sem gerir honum kleift að bjóða sig fram á ný Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 07:37 Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. Getty/Pedro Vilela Dómari í Brasilíu hefur ógilt dóm yfir Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, sem hann hlaut vegna spillingar. Niðurstaðan gerir það að verkum að Lula gæti boðið sig fram að nýju í forsetakosningunum 2022. Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið. Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið.
Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34
Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18