Lula laus úr fangelsi Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 22:34 Lula heilsar stuðningsmönnum sínum við fangelsið. Vísir/Getty Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. Da Silva, sem er betur þekktur sem Lula, var dæmdur í tæplega aldarfjórðungs fangelsi fyrir spillingu og mútuþægni. Hæstiréttur landsins fyrirskipaði að Lula yrði látinn laus úr haldi eftir úrskurð í máli hans. Rétturinn sagði sakamenn einungis eiga að sitja inni ef þeir hefðu fengið að láta að reyna á mál sitt fyrir öllum dómstigum í landinu. Áður hafði rétturinn hafnað kröfu hans um að vera látinn laus á meðan rétturinn tæki afstöðu til áfrýjunar hans.Sjá einnig: Lula verður ekki sleppt á næstunni Lula gaf sig sjálfur fram við lögregluyfirvöld þar í landi í apríl á síðasta ári. Hann fullyrti þó að ákæran gegn sér hafi verið á pólitískum forsendum í því skyni að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til forseta og hélt fram sakleysi sínu. Stuðningsmenn Lula tóku á móti honum þegar hann yfirgaf fangelsið í borginni Curitiba. Þrátt fyrir vinsældir fyrrverandi forsetans fær hann ekki að bjóða sig aftur fram vegna sakaskrár sinnar. Hann var fyrsti forsetinn af vinstri væng stjórnmálanna þar í landi í rúmlega hálfa öld og sat í því embætti á árunum 2003 til 2011. Hann þótti líklegur til sigurs í kosningunum í október á síðasta ári þar sem Jair Bolsonaro náði kjöri. Fyrr á árinu voru smáskilaboð sem Sergio Moro, dómari í máli Lula, og saksóknararnir í málinu skiptust á þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir gerð opinber. Þar gaf Moro saksóknurum ráð um hvernig þeir skyldu haga máli sínu. Moro er nú dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta. Brasilía Tengdar fréttir Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. Da Silva, sem er betur þekktur sem Lula, var dæmdur í tæplega aldarfjórðungs fangelsi fyrir spillingu og mútuþægni. Hæstiréttur landsins fyrirskipaði að Lula yrði látinn laus úr haldi eftir úrskurð í máli hans. Rétturinn sagði sakamenn einungis eiga að sitja inni ef þeir hefðu fengið að láta að reyna á mál sitt fyrir öllum dómstigum í landinu. Áður hafði rétturinn hafnað kröfu hans um að vera látinn laus á meðan rétturinn tæki afstöðu til áfrýjunar hans.Sjá einnig: Lula verður ekki sleppt á næstunni Lula gaf sig sjálfur fram við lögregluyfirvöld þar í landi í apríl á síðasta ári. Hann fullyrti þó að ákæran gegn sér hafi verið á pólitískum forsendum í því skyni að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til forseta og hélt fram sakleysi sínu. Stuðningsmenn Lula tóku á móti honum þegar hann yfirgaf fangelsið í borginni Curitiba. Þrátt fyrir vinsældir fyrrverandi forsetans fær hann ekki að bjóða sig aftur fram vegna sakaskrár sinnar. Hann var fyrsti forsetinn af vinstri væng stjórnmálanna þar í landi í rúmlega hálfa öld og sat í því embætti á árunum 2003 til 2011. Hann þótti líklegur til sigurs í kosningunum í október á síðasta ári þar sem Jair Bolsonaro náði kjöri. Fyrr á árinu voru smáskilaboð sem Sergio Moro, dómari í máli Lula, og saksóknararnir í málinu skiptust á þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir gerð opinber. Þar gaf Moro saksóknurum ráð um hvernig þeir skyldu haga máli sínu. Moro er nú dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta.
Brasilía Tengdar fréttir Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29
Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18