Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 18:06 Trump nýtur enn mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Honum líkar þó ekki að nafn sitt sé notað í fjáröflun fyrir flokkinn. Getty/Bloomberg Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna