Íslenski boltinn

HK kom til baka og Kefla­vík lagði ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
HK bjargaði stigi á Hlíðarenda eftir að hafa lent 2-0 undir.
HK bjargaði stigi á Hlíðarenda eftir að hafa lent 2-0 undir. Vísir/Bára

Tveimur leikjum er nú lokið í Lengjubikar karla og kvenna. HK kom til baka og nældi í 2-2 jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals. í kvennaflokki unnu nýliðar Keflavíkur 2-1 sigur á ÍBV.

Á Hlíðarenda var HK í heimsókn. Heimamenn voru ekki beint gestrisnir framan af leik en Kaj Leo í Bartalsstovu kom Val yfir undir lok fyrri hálfleik. Varnarmaðurinn – og fyrrum leikmaður HK – Orri Sigurður Ómarsson tvöfaldaði forystu Vals þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Varamaðurinn Stefan Alexander Ljubicic minnkaði muninn fyrir HK þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann var svo aftur að verki þegar þrjár mínútur lifðu leiks og staðan orðin 2-2.

Reyndust það lokatölur leiksins. Var þetta fyrsti leikurinn sem Val tekst ekki að vinna í Lengjubikarnum en Íslandsmeistararnir eru nú á toppi riðilsins með 10 stig að loknum fjórum umferðum. HK r með sjö stig í öðru sæti riðilsins.

Í Keflavík voru Eyjastúlkur í heimsókn. Ragna Sara Magnúsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark um miðbik fyrir hálfleiks og var Keflavík því 1-0 yfir í hálfleik. Thelma Sól Óðinsdóttir jafnaði leikinn í upphafi síðari hálfleiks og stefndi lengi vel í að leiknum myndi ljúka með 1-1 jafntefli.

Natasha Moraa Anasi var á öðru máli en hún skoraði sigurmark leiksins á 89. mínútu og sigurinn því Keflvíkinga. Lokatölur 2-1 og Keflavík nú með sex stig að loknum þremur leikjum á meðan ÍBV er án stiga að loknum tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×