Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 23:22 AstraZeneca sótti um að flytja 250.000 skammta af bóluefni sem var framleitt á Ítalíu til Ástralíu. Ríkisstjórnin í Róm hafnaði því. AP/Virginia Mayo Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira