Enski boltinn

Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof

Sindri Sverrisson skrifar
Edurne og David de Gea eru að verða foreldrar.
Edurne og David de Gea eru að verða foreldrar. @edurnity og Getty/Jonathan Moscrop

David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum.

Þessu greinir enska götublaðið Daily Mail frá í dag. Blaðið segir að De Gea hafi glaður verið reiðubúinn að halda áfram að spila með United en að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, hafi ákveðið að betra væri að De Gea yrði með fjölskyldu sinni þar til eftir landsleikjahléið í lok þessa mánaðar.

Henderson fær samkvæmt þessu tækifæri til að láta ljós sitt skína í sex leikjum, meðal annars í stórleikjunum gegn Manchester City um helgina og gegn AC Milan í Evrópudeildinni. Henderson varði mark United í gærkvöldi, í markalausu jafntefli við Crystal Palace, en Solskjær vildi þá ekki útskýra fjarveru De Gea.

Henderson, sem var að láni hjá Sheffield United í tvö ár, hefur haldið markinu hreinu í átta af 13 leikjum sínum með United en staðið í skugga De Gea. Hann er 23 ára gamall og vonast til að fá sæti í enska landsliðshópnum á EM í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.