Enski boltinn

„Spurðu Real Madrid“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho líflegur á hliðarlínunni í leik gegn West Ham í síðasta mánuði.
Mourinho líflegur á hliðarlínunni í leik gegn West Ham í síðasta mánuði. EPA-EFE/Kirsty Wigglesworth

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, skaut laufléttum skotum til Madrídar á blaðamannafundi Tottenham í dag er hann var spurður út í Gareth Bale.

Bale gekk í raðir Tottenham á láni í september. Hann fór afar hægt af stað en síðustu vikur hefur hann verið að finna sitt gamla.

Hann skoraði meðal annars tvö mörk í sigrinum á Burnley um helgina og lagði upp eitt í viðbót.

Blaðamenn báru upp spurningu um Gareth Bale og spurðu af hverju það hefði tekið hann svo langan tíma að finna sitt gamla form.

„Síðustu tvö ár þá hafði hann það sem hann hafði í Madríd,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi dagsins og hélt áfram:

„Spurðu þá og ef þeir svara þér þá geturðu kannski skilið betur af hverju þetta tók þennan tíma.“

„Eða kannski var bara þolinmæði aðalástæðan fyrir því að ná sér aftur og sýna það sem hann hefur sýnt síðustu vikur,“ bætti Mourinho við.

Tottenham spilar á morgun við Fulham á útivelli í Lundúnarslag. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 18.00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.