Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2021 11:09 Þessi mynd var tekin af sprungunni í norðanverðri Brunt-íshellunni úr flugvél í janúar. BAS/AP Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta. Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta.
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent