Íslenski boltinn

Hall­dór sló met í sigri Víkinga og FH glutraði niður tveggja marka for­ystu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halldór Smári og Sölvi Geir fagna sigri.
Halldór Smári og Sölvi Geir fagna sigri. vísir/bára

Nokkrir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Fylkir vann Þrótt, FH gerði jafntefli við Fram, Grindavík hafði betur gegn Afturelding í karlaflokki, ÍA vann Grindavík í kvennaflokki og Víkingur vann 3-1 sigur á Kórdrengjum.

Eftir sigur á Þór um síðustu helgi töpuðu Þórsarar 3-1 fyrir Víkingum í Víkinni í kvöld. Víkingur komst yfir, Kórdrengir jöfnuðu en Víkingar gerðu út um leikinn með tveimur mörkum.

Halldór Smári Sigurðsson sló met í leiknum en hann varð leikjahæsti leikmaður Víkinga. Halldór lengi verið einn máttarstólpi liðsins og verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin áratug.

FH komst í 2-0 gegn Fram en glutraði niður tveggja marka forystu gegn B-deildarliðinu. FH-ingar með fjögur stig eftir þrjá leiki en Framarar eru einnig með fjögur stig.

Fylkir vann dramatískan 4-3 sigur á Þrótti en leikar stóðu 1-1 í síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Þróttur er með þrjú stig eftir fjóra leiki en Fylkir á toppnum með tólf stig - fullt hús stiga.

Grindavík vann svo að lokum 2-0 sigur á Aftureldingu en í B-deild kvenna vann ÍA 3-1 sigur á Grindavík. Afturelding vann svo 3-2 sigur á Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×