Millwall bjargaði stigi undir lokin | Lærisveinar Rooney á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 21:45 Úr leik Luton Town og Millwall. Justin Setterfield/Getty Images Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá vann Derby County góðan 2-0 sigur á Huddersfield Town. Jón Daði var í stöðu vinstri vængmanns í 3-4-3 leikkerfi Millwall í kvöld. Líkt og aðrir leikmenn Millwall tókst honum ekki að brjóta varnarmúr heimamanna og var íslenski framherjinn tekinn af velli á 75. mínútu er Gary Rowett reyndi að hrista upp í hlutunum. Að lokum var það miðvörðurinn George Evans sem jafnaði metin í blálokin eða á sjöttu mínútu viðbótartíma. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Jón Daði og félagar sitja nú í 11. sæti með 43 stig. Sigur Derby var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið tapaði gegn Watford í síðustu umferð. David Marshall átti frábæra markvörslu í stöðunni 0-0 og hjálpaði það Derby að landa þremur stigum en George Edmundson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og Martyn Waghorn tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur 2-0 og heldur áfram að lyfta sér upp töfluna. Hrútarnir eru komnir upp í 18. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Segja má að deildin sé einkar þétt en Bournemouth er í 6. sæti með 49 stig eða 12 stigum meira en Derby. Clean sheet Three pointsA great start to the week! pic.twitter.com/Gh9gzE3RAs— Derby County (@dcfcofficial) February 23, 2021 Önnur úrslit í kvöld Birmingham City 1-3 Norwich City Middlesbrough 1-3 Bristol City Rotherham 0-1 Nottingham ForestWycombe Wanderers 1-0 Reading Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Sjá meira
Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá vann Derby County góðan 2-0 sigur á Huddersfield Town. Jón Daði var í stöðu vinstri vængmanns í 3-4-3 leikkerfi Millwall í kvöld. Líkt og aðrir leikmenn Millwall tókst honum ekki að brjóta varnarmúr heimamanna og var íslenski framherjinn tekinn af velli á 75. mínútu er Gary Rowett reyndi að hrista upp í hlutunum. Að lokum var það miðvörðurinn George Evans sem jafnaði metin í blálokin eða á sjöttu mínútu viðbótartíma. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Jón Daði og félagar sitja nú í 11. sæti með 43 stig. Sigur Derby var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið tapaði gegn Watford í síðustu umferð. David Marshall átti frábæra markvörslu í stöðunni 0-0 og hjálpaði það Derby að landa þremur stigum en George Edmundson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og Martyn Waghorn tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur 2-0 og heldur áfram að lyfta sér upp töfluna. Hrútarnir eru komnir upp í 18. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Segja má að deildin sé einkar þétt en Bournemouth er í 6. sæti með 49 stig eða 12 stigum meira en Derby. Clean sheet Three pointsA great start to the week! pic.twitter.com/Gh9gzE3RAs— Derby County (@dcfcofficial) February 23, 2021 Önnur úrslit í kvöld Birmingham City 1-3 Norwich City Middlesbrough 1-3 Bristol City Rotherham 0-1 Nottingham ForestWycombe Wanderers 1-0 Reading
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Sjá meira