Segir að það hafi verið ómögulegt að dekka Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 18:01 Filipe Luís segir að það hafi verið ómögulegt að dekka Lionel Messi á sínum tíma. Honum tókst þó ágætlega til enda var bakvörðurinn andandi ofan í hálsmálið á Argentínumanninum frá upphafi til enda er þeir mættust. Vladimir Rys Photography/Getty Images Brasilíski bakvörðurinn Filipe Luís segir að það hafi verið ómögulegt að dekka Argentínumanninn Lionel Messi á sínum tíma. Hinn 35 ára gamli Luís var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi tíma sinn hjá Atlético Madrid og Chelsea ásamt því að ræða viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann gekk fyrst í raðir Atlético frá Deportivo La Coruña árið 2010. Þaðan fór hann til Chelsea árið 2014 en sneri aftur ári síðar eftir að hafa lítið spilað í Lundúnum. Í viðtalinu ræðir bakvörðurinn hvernig það hafi verið að spila gegn Messi en þeir mættust nokkuð oft á tíma Luís á Spáni. „Einn daginn væri ég til í að spyrja Messi hvernig það var að spila gegn mér. Ég tók því alltaf sem mikilvægasta leik lífs míns vegna þess að hann var besti leikmaður sem ég hafði séð spila. Messi var með ákveðinn hlut í leik sínum sem var mjög mikilvægur, ég komst að því þar sem ég fylgdist mikið með honum,“ sagði Luís sem spilar í dag með Flamengo í heimalandinu. „Ég horfði á hvert einasta skipti sem hann snerti boltann, ég spólaði til baka og horfði aftur, spólaði til baka og horfði aftur. Þá komst ég að því, Messi er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera fyrir fram. Hann horfði á varnarmennina og ákvað í kjölfarið hvert hann myndi fara.“ This analysis... https://t.co/Ooz0RCvThQ— Sid Lowe (@sidlowe) February 23, 2021 „Fyrst reyndi ég að koma í veg fyrir að hann fengi boltann. Þegar hann fékk boltann með bakið í mig þá fór ég í hann eða boltann. Af því hann er svo sterkur og neitar að fara niður í leit að aukaspyrnum þá færðu ekki dæmdar á þig aukaspyrnur. Hann fær boltann í fætur og kemst einn á einn gegn þér þá er ómögulegt að stöðva hann. Það var allavega þannig þá, kannski er það öðruvísi í dag.“ Af hverju var ómögulegt að ná boltanum af Messi? „Af því hann var aldrei búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Ég þóttist fara í tæklingu þeim megin sem ég vildi ekki að hann myndi fara. Ég reyndi venjulega að þvinga hann til vinstri þar sem ég fór í tæklingu og náði annað hvort boltanum eða honum. Ef ég náði honum ekki þá kom hjálparvörn, tveir á mótu einum.“ „Það voru leikir þar sem ég fór of langt og var rekinn út af. Hann sagði aldrei neitt, ég held honum hafi líkað við áskorun af þessu tagi. Bestu leikirnir mínir voru alltaf gegn Messi. Hann átti leiki þar sem hann snerti ekki boltann, ég leyfði honum það ekki. Ég elti hann út um allt, hann gat flakkað á milli kanta en alltaf elti ég hann,“ sagði bakvörðurinn öflugi að lokum. Leikur Atlético Madrid og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 23. febrúar 2021 07:00 Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. 23. febrúar 2021 12:06 Atletico tapaði á heimavelli og nú er forskotið bara sex stig Atletico Madrid tapaði 2-0 fyrir Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er aðeins að fatast flugið á toppnum. 20. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Luís var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi tíma sinn hjá Atlético Madrid og Chelsea ásamt því að ræða viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann gekk fyrst í raðir Atlético frá Deportivo La Coruña árið 2010. Þaðan fór hann til Chelsea árið 2014 en sneri aftur ári síðar eftir að hafa lítið spilað í Lundúnum. Í viðtalinu ræðir bakvörðurinn hvernig það hafi verið að spila gegn Messi en þeir mættust nokkuð oft á tíma Luís á Spáni. „Einn daginn væri ég til í að spyrja Messi hvernig það var að spila gegn mér. Ég tók því alltaf sem mikilvægasta leik lífs míns vegna þess að hann var besti leikmaður sem ég hafði séð spila. Messi var með ákveðinn hlut í leik sínum sem var mjög mikilvægur, ég komst að því þar sem ég fylgdist mikið með honum,“ sagði Luís sem spilar í dag með Flamengo í heimalandinu. „Ég horfði á hvert einasta skipti sem hann snerti boltann, ég spólaði til baka og horfði aftur, spólaði til baka og horfði aftur. Þá komst ég að því, Messi er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera fyrir fram. Hann horfði á varnarmennina og ákvað í kjölfarið hvert hann myndi fara.“ This analysis... https://t.co/Ooz0RCvThQ— Sid Lowe (@sidlowe) February 23, 2021 „Fyrst reyndi ég að koma í veg fyrir að hann fengi boltann. Þegar hann fékk boltann með bakið í mig þá fór ég í hann eða boltann. Af því hann er svo sterkur og neitar að fara niður í leit að aukaspyrnum þá færðu ekki dæmdar á þig aukaspyrnur. Hann fær boltann í fætur og kemst einn á einn gegn þér þá er ómögulegt að stöðva hann. Það var allavega þannig þá, kannski er það öðruvísi í dag.“ Af hverju var ómögulegt að ná boltanum af Messi? „Af því hann var aldrei búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Ég þóttist fara í tæklingu þeim megin sem ég vildi ekki að hann myndi fara. Ég reyndi venjulega að þvinga hann til vinstri þar sem ég fór í tæklingu og náði annað hvort boltanum eða honum. Ef ég náði honum ekki þá kom hjálparvörn, tveir á mótu einum.“ „Það voru leikir þar sem ég fór of langt og var rekinn út af. Hann sagði aldrei neitt, ég held honum hafi líkað við áskorun af þessu tagi. Bestu leikirnir mínir voru alltaf gegn Messi. Hann átti leiki þar sem hann snerti ekki boltann, ég leyfði honum það ekki. Ég elti hann út um allt, hann gat flakkað á milli kanta en alltaf elti ég hann,“ sagði bakvörðurinn öflugi að lokum. Leikur Atlético Madrid og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 23. febrúar 2021 07:00 Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. 23. febrúar 2021 12:06 Atletico tapaði á heimavelli og nú er forskotið bara sex stig Atletico Madrid tapaði 2-0 fyrir Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er aðeins að fatast flugið á toppnum. 20. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 23. febrúar 2021 07:00
Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. 23. febrúar 2021 12:06
Atletico tapaði á heimavelli og nú er forskotið bara sex stig Atletico Madrid tapaði 2-0 fyrir Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er aðeins að fatast flugið á toppnum. 20. febrúar 2021 17:11