Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2021 15:06 Landgönguliðar vakta ströndina við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Yonhap Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. Maðurinn, sem er sjómaður á þrítugsaldri, var handtekinn sex klukkustundum síðar, þann 16. febrúar, löngu eftir að hann komst yfir landamærin og sagðist hann vilja hæli í Suður-Kóreu. Hann sagðist hafa forðast hermenn af ótta við að verða skotinn eða sendur aftur til Norður-Kóreu. Maðurinn synti með austurströnd ríkjanna og komst hann yfir gaddavíra á ströndinni með því að skríða í gegnum frárennsli. Hann synti svo rúma þrjá kílómetra til viðbótar og fór þar í land, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar, þar sem farið er yfir ferðalag mannsins. Þá gekk hann rúma fimm kílómetra eftir vegi þar sem hermenn sáu hann á öryggismyndavélum. Þrátt fyrir það var hann ekki gómaður fyrr en þremur klukkustundum síðar. Um þúsund manns flýja Norður-Kóreu á ári hverju en flestir fara til Kína. Það þykir mun auðveldara enda eru landamæri Norður- og Suður-Kóreu einhver víggirtustu landamæri heims. Á meðan ferðalag mannsins stóð yfir misstu hermenn ítrekað af honum á öryggismyndavélum og urðu ekki varir við tvær viðvörunarbjöllur. Einn hermaður sem átti að vakta kerfið var að gera breytingar á tölvukerfi og taldi hann viðvörunarbjöllurnar hafa hringt vegna þess. Annar var í símanum. Þá leiddi rannsókn sem hafin var eftir að annar flóttamaður komst í gegnum frárennsli í ljós að herinn vissi ekki af frárennslinu sem maðurinn skreið í gegnum. Í rauninni komust forsvarsmenn hersins að því að alls þrjú slík rör væru á landamærunum, sem væru ekki skráð hjá hernum. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að farið verði yfir það hvernig þetta gat gerst og vöktunarkerfi ríkisins á landamærunum verði bætt, samkvæmt frétt BBC. Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira
Maðurinn, sem er sjómaður á þrítugsaldri, var handtekinn sex klukkustundum síðar, þann 16. febrúar, löngu eftir að hann komst yfir landamærin og sagðist hann vilja hæli í Suður-Kóreu. Hann sagðist hafa forðast hermenn af ótta við að verða skotinn eða sendur aftur til Norður-Kóreu. Maðurinn synti með austurströnd ríkjanna og komst hann yfir gaddavíra á ströndinni með því að skríða í gegnum frárennsli. Hann synti svo rúma þrjá kílómetra til viðbótar og fór þar í land, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar, þar sem farið er yfir ferðalag mannsins. Þá gekk hann rúma fimm kílómetra eftir vegi þar sem hermenn sáu hann á öryggismyndavélum. Þrátt fyrir það var hann ekki gómaður fyrr en þremur klukkustundum síðar. Um þúsund manns flýja Norður-Kóreu á ári hverju en flestir fara til Kína. Það þykir mun auðveldara enda eru landamæri Norður- og Suður-Kóreu einhver víggirtustu landamæri heims. Á meðan ferðalag mannsins stóð yfir misstu hermenn ítrekað af honum á öryggismyndavélum og urðu ekki varir við tvær viðvörunarbjöllur. Einn hermaður sem átti að vakta kerfið var að gera breytingar á tölvukerfi og taldi hann viðvörunarbjöllurnar hafa hringt vegna þess. Annar var í símanum. Þá leiddi rannsókn sem hafin var eftir að annar flóttamaður komst í gegnum frárennsli í ljós að herinn vissi ekki af frárennslinu sem maðurinn skreið í gegnum. Í rauninni komust forsvarsmenn hersins að því að alls þrjú slík rör væru á landamærunum, sem væru ekki skráð hjá hernum. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að farið verði yfir það hvernig þetta gat gerst og vöktunarkerfi ríkisins á landamærunum verði bætt, samkvæmt frétt BBC.
Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira