Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 06:16 Paul Rusesabagina ásamt öðrum sakborningum í dómsal í síðustu viku. EPA/EUGENE UWIMANA Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. Nú situr hann í fangelsi í Rúanda og er verið að rétta yfir honum fyrir hryðjuverkastarfsemi. Árið 1994 stýrði Paul Rusesabagina, sem nú er 66 ára gamall, hótelinu Hôtel des Mille Collines í Kigali í Rúanda. Það ár fór þjóðarmorðið fram þar sem öfgamenn sem tilheyra Hútum eru sagðir hafa myrt um átta hundruð þúsund Tútsa og andstæðinga sína, þar á meðal aðra Húta, á um hundrað dögum. Áhugasamir geta lesið meira um þjóðarmorðið á Vísindavefnum. Rusesabagina notaði hótelið til að vernda 1.268 manns, bæði Húta og Tútsa, frá ofbeldinu. Hann gaf öfgamönnum áfengi og peninga frá hótelinu til að halda þeim fjarri. Eftir þjóðarmorðið var Rusesabagina hylltur sem hetja víða um heim en kvikmyndin Hotel Rwanda ýtti enn frekar undir frægð hans. Notaði stöðu sína til að gagnrýna forsetann Samhliða aukinni frægð sinni, fór Rusesabagina að gagnrýna stefnumál Paul Kagame, sem stýrt hefur Rúanda frá 1994. Rusesabagina hefur sakað Kagame um einræðistilburði. Kagame hefur haldið Rúanda tiltölulega stöðugu í gegnum árin en hefur lengi verið sakaður um að þagga niður í andstæðingum sínum með mikilli hörku, samkvæmt frétt New York Times. Paul Rusesabagina fær frelsisorðu Bandaríkjanna árið 2005, frá George W. Bush, þá verandi forseta Bandaríkjanna.EPA/SHAWN THEW Rusesabagina fluttist til Belgíu eftir þjóðarmorðið, eða árið 1996. Hann fór þó að óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar þar, eftir að brotist hafði verið inn til hans nokkrum sinnum, og flutti hann til Texas. Þar hefur hann búið með fjölskyldu sinni undanfarin ári. Hann birtist hinsvegar óvænt í handjárnum í Rúanda síðasta sumar. Hélt hann væri á leið til Búrúndí Rusesabagina sagðist fyrst hafa verið handsamaður í Dubaí en í viðtali sem tekið var í fangelsi í Kigali í september sagðist hann hafa verið plataður til að fljúga frá Dúbaí til Rúanda. Hann hélt að hann væri á leið til Búrúndí þar sem hann átti að halda ræðu. Það var 28. ágúst. Fjölskylda Rusesabagina hefur höfðað mál gegn GainJet, gríska flugfélaginu sem gerði út flugvélina sem Rusesabagina var fluttur með. Rusesabagina var fyrst færður fyrir dómara í síðustu vikum auk tuttugu annarra og eru þeir sakaðir um að hafa valdið árásum í Rúanda árin 2018 og 2019 með þeim afleiðingum að minnst níu dóu. Rusesabagina er sérstaklega ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi og önnur brot sem tengjast hryðjuverkastarfsemi, þar á meðal morð, mannrán og stofnun hryðjuverkasamtaka. Rusesabagina með þeim Condoleeza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leikkonunni Angelinu Jolie við viðurkenningarathöfn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 2005.EPA/Eddie Arrossi Sagði pólitískar leiðir hafa verið reyndar Ásakanirnar gegn Rusesabagina byggja að miklu leyti á myndbandi frá 2018 þar sem hann sagði allar pólitískar leiðir hafa verið reyndar í Rúanda og að nú væri kominn tími til að beita öllum mögulegum leiðum til að ná fram breytingum í landinu. Hann er sakaður um að vera leiðtogi MRCD og annarra samtaka sem sökuð eru um að hafa gert árásir á Rúanda, erlendis frá. Hann stofnaði MRCD en hernaðararmur samtakanna, FLN, hefur gert árásir í landinu. Fyrir dómi sagðist Rusesabagina vilja vera ávarpaður sem belgískur ríkisborgari og staðhæfði að sér hefði verið rænt af yfirvöldum Rúanda. Þeir hefðu ekki rétt á að rétta yfir honum, samkvæmt frétt CNN. Rusesabagina og verjandi hans sögðu Hæstarétt Rúanda ekki geta réttað yfir honum þar sem hann væri belgískur ríkisborgari.EPA/EUGENE UWIMANA Í síðustu viku opinberuðu 37 bandarískir þingmenn að þeir höfðu sent Kagame bréf í desember og kallað eftir því að Rusesabagina yrði sleppt úr haldi. Evrópuþingið hefur sömuleiðis gagnrýnt yfirvöld í Rúanda vegna handtökunnar. Réttarhöldin halda áfram á föstudaginn Dómurinn mun opinbera niðurstöðu sína varðandi þá röksemdarfærslu Rusesabagina að ekki sé hægt að rétta yfir honum í Rúanda vegna belgísks ríkisborgararéttar hans þegar réttarhöldin halda áfram á föstudaginn. Kröfu hans um að vera sleppt úr fangelsi vegna heilsukvilla hefur þó verið hafnað. Rúanda Fréttaskýringar Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Nú situr hann í fangelsi í Rúanda og er verið að rétta yfir honum fyrir hryðjuverkastarfsemi. Árið 1994 stýrði Paul Rusesabagina, sem nú er 66 ára gamall, hótelinu Hôtel des Mille Collines í Kigali í Rúanda. Það ár fór þjóðarmorðið fram þar sem öfgamenn sem tilheyra Hútum eru sagðir hafa myrt um átta hundruð þúsund Tútsa og andstæðinga sína, þar á meðal aðra Húta, á um hundrað dögum. Áhugasamir geta lesið meira um þjóðarmorðið á Vísindavefnum. Rusesabagina notaði hótelið til að vernda 1.268 manns, bæði Húta og Tútsa, frá ofbeldinu. Hann gaf öfgamönnum áfengi og peninga frá hótelinu til að halda þeim fjarri. Eftir þjóðarmorðið var Rusesabagina hylltur sem hetja víða um heim en kvikmyndin Hotel Rwanda ýtti enn frekar undir frægð hans. Notaði stöðu sína til að gagnrýna forsetann Samhliða aukinni frægð sinni, fór Rusesabagina að gagnrýna stefnumál Paul Kagame, sem stýrt hefur Rúanda frá 1994. Rusesabagina hefur sakað Kagame um einræðistilburði. Kagame hefur haldið Rúanda tiltölulega stöðugu í gegnum árin en hefur lengi verið sakaður um að þagga niður í andstæðingum sínum með mikilli hörku, samkvæmt frétt New York Times. Paul Rusesabagina fær frelsisorðu Bandaríkjanna árið 2005, frá George W. Bush, þá verandi forseta Bandaríkjanna.EPA/SHAWN THEW Rusesabagina fluttist til Belgíu eftir þjóðarmorðið, eða árið 1996. Hann fór þó að óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar þar, eftir að brotist hafði verið inn til hans nokkrum sinnum, og flutti hann til Texas. Þar hefur hann búið með fjölskyldu sinni undanfarin ári. Hann birtist hinsvegar óvænt í handjárnum í Rúanda síðasta sumar. Hélt hann væri á leið til Búrúndí Rusesabagina sagðist fyrst hafa verið handsamaður í Dubaí en í viðtali sem tekið var í fangelsi í Kigali í september sagðist hann hafa verið plataður til að fljúga frá Dúbaí til Rúanda. Hann hélt að hann væri á leið til Búrúndí þar sem hann átti að halda ræðu. Það var 28. ágúst. Fjölskylda Rusesabagina hefur höfðað mál gegn GainJet, gríska flugfélaginu sem gerði út flugvélina sem Rusesabagina var fluttur með. Rusesabagina var fyrst færður fyrir dómara í síðustu vikum auk tuttugu annarra og eru þeir sakaðir um að hafa valdið árásum í Rúanda árin 2018 og 2019 með þeim afleiðingum að minnst níu dóu. Rusesabagina er sérstaklega ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi og önnur brot sem tengjast hryðjuverkastarfsemi, þar á meðal morð, mannrán og stofnun hryðjuverkasamtaka. Rusesabagina með þeim Condoleeza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leikkonunni Angelinu Jolie við viðurkenningarathöfn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 2005.EPA/Eddie Arrossi Sagði pólitískar leiðir hafa verið reyndar Ásakanirnar gegn Rusesabagina byggja að miklu leyti á myndbandi frá 2018 þar sem hann sagði allar pólitískar leiðir hafa verið reyndar í Rúanda og að nú væri kominn tími til að beita öllum mögulegum leiðum til að ná fram breytingum í landinu. Hann er sakaður um að vera leiðtogi MRCD og annarra samtaka sem sökuð eru um að hafa gert árásir á Rúanda, erlendis frá. Hann stofnaði MRCD en hernaðararmur samtakanna, FLN, hefur gert árásir í landinu. Fyrir dómi sagðist Rusesabagina vilja vera ávarpaður sem belgískur ríkisborgari og staðhæfði að sér hefði verið rænt af yfirvöldum Rúanda. Þeir hefðu ekki rétt á að rétta yfir honum, samkvæmt frétt CNN. Rusesabagina og verjandi hans sögðu Hæstarétt Rúanda ekki geta réttað yfir honum þar sem hann væri belgískur ríkisborgari.EPA/EUGENE UWIMANA Í síðustu viku opinberuðu 37 bandarískir þingmenn að þeir höfðu sent Kagame bréf í desember og kallað eftir því að Rusesabagina yrði sleppt úr haldi. Evrópuþingið hefur sömuleiðis gagnrýnt yfirvöld í Rúanda vegna handtökunnar. Réttarhöldin halda áfram á föstudaginn Dómurinn mun opinbera niðurstöðu sína varðandi þá röksemdarfærslu Rusesabagina að ekki sé hægt að rétta yfir honum í Rúanda vegna belgísks ríkisborgararéttar hans þegar réttarhöldin halda áfram á föstudaginn. Kröfu hans um að vera sleppt úr fangelsi vegna heilsukvilla hefur þó verið hafnað.
Rúanda Fréttaskýringar Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira