Erlent

Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Facebook lokaði á alla fréttamiðla í Ástralíu í síðustu viku í mótmælaskyni við nýja lagasetningu.
Facebook lokaði á alla fréttamiðla í Ástralíu í síðustu viku í mótmælaskyni við nýja lagasetningu. Getty/Robert Cianflone

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu.

Facebook lokaði á dögunum fyrir aðgang allra Ástrala að fréttaefni í gegnum miðilinn vegna deilu við þarlend yfirvöld sem sett hafa nýja löggjöf sem gerir tæknirisum á borð við Facebook og Google skylt að greiða fyrir streymi frétta sem notendur lesa á miðlum fyrirtækjanna.

Hugsunin er sú að bæta fjölmiðlum í Ástralíu upp það tekjutap sem þeir hafa orðið fyrir með minnkandi auglýsingasölu. Google hafði þegar samið við áströlsk stjórnvöld í málinu og nú hefur Facebook ákveðið að gera slíkt hið sama, að sögn AP fréttastofunnar.

Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir að breytingar verði nú gerðar á áður boðuðu frumvarpi. Samkvæmt samkomulaginu mun Facebook nú gera samninga við þá fjölmiðla sem þeir sjálfir kjósa um endurgjald, en slíkt verður gert í gegnum hið svokallaða Facebook News á samfélagsmiðlinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.