Mourinho segir þjálfunaraðferðir sínar og þjálfara sinna með þeim bestu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2021 21:21 Mourinho bendir réttilega á að Tottenham hefði þurft þrjú mörk til að vinna leik dagsins. Þeir skoruðu aðeins eitt og töpuðu 2-1. EPA-EFE/Kirsty Wigglesworth José Mourinho hrósaði leikmönnum sínum eftir að Tottenham Hotspur tapaði 2-1 gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá sagði Portúgalinn geðþekki að það væri engin krísa í gangi. Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira