Enski boltinn

Ancelotti sagði harðj­axlinn mest á­nægðan með sigurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það mátti nánast sjá tár á hvarmi hjá Duncan í gær sem var frekar sáttur með sigurinn eins og sjá má.
Það mátti nánast sjá tár á hvarmi hjá Duncan í gær sem var frekar sáttur með sigurinn eins og sjá má. Phil Noble/PA Images

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hrósaði lærisveinum sínum í hástert eftir sigurinn á Liverpool í gær en sagði að sá ánægðasti í búningsklefanum væri Duncan Ferguson.

Everton vann fyrsta sigurinn á Liverpool í tíu ár og fyrsta sigurinn á Anfield í 22 ár er liðin mættust í gærkvöldi. Everton vann 2-0 sigur með mörkum Richarlison og Gylfa Sigurðssonar.

„Ég held að ánægðasti maðurinn í liðinu sé Duncan Ferguson,“ sagði Ancelotti hress og kátur í leikslok.

„Þessi sigur sýnir það að við erum með samkeppnishæft lið. Við nýttum okkar styrkleika. Við erum ekki með sömu tæknilegu leikmennina og Liverpool en það er mikill andi í liðinu og trúin okkar er að aukast.“

Þetta var áttundi útisigur Everton á leiktíðinni en gengið á heimavelli hefur ekki verið nægilega gott. Það tekur Ancelotti undir.

„Auðvitað þurfum við að halda áfram að bæta okkur en ég held að þessi frammistaða geti hjálpað okkur að verða betri í framtíðinni. Við þurfm að vera betri á heimavelli. Útivallargengið er frábært en á heimavelli höfum við ekki verið nægilega góðir.“

„Ég er mjög ánægður. Frammistaðan var mjög góð, þetta var erfitt, en andinn í liðinu var góður. Við gerðum vel. Við fengum ekki mörg færi en við nýttum þau og unnum vel varnarlega. Frammistaða Pickford og varnarlínunnar var mjög, mjög góð.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.