Everton vann fyrsta sigurinn á Liverpool í tíu ár og fyrsta sigurinn á Anfield í 22 ár er liðin mættust í gærkvöldi. Everton vann 2-0 sigur með mörkum Richarlison og Gylfa Sigurðssonar.
„Ég held að ánægðasti maðurinn í liðinu sé Duncan Ferguson,“ sagði Ancelotti hress og kátur í leikslok.
"The happiest man in our team was Duncan"
— Royal Blue Mersey (@RBMersey) February 21, 2021
Carlo Ancelotti reveals just how happy Everton assistant manager Duncan Ferguson was with the Toffees first win at Anfield since 1999.
We are all big Dunc right now! #EFC
pic.twitter.com/nRrfUY1wt6
„Þessi sigur sýnir það að við erum með samkeppnishæft lið. Við nýttum okkar styrkleika. Við erum ekki með sömu tæknilegu leikmennina og Liverpool en það er mikill andi í liðinu og trúin okkar er að aukast.“
Þetta var áttundi útisigur Everton á leiktíðinni en gengið á heimavelli hefur ekki verið nægilega gott. Það tekur Ancelotti undir.
„Auðvitað þurfum við að halda áfram að bæta okkur en ég held að þessi frammistaða geti hjálpað okkur að verða betri í framtíðinni. Við þurfm að vera betri á heimavelli. Útivallargengið er frábært en á heimavelli höfum við ekki verið nægilega góðir.“
„Ég er mjög ánægður. Frammistaðan var mjög góð, þetta var erfitt, en andinn í liðinu var góður. Við gerðum vel. Við fengum ekki mörg færi en við nýttum þau og unnum vel varnarlega. Frammistaða Pickford og varnarlínunnar var mjög, mjög góð.“
🇮🇹 Carlo Ancelotti has now managed 5 different clubs to victory against Liverpool
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 20, 2021
2007 AC Milan
2009 & 2010 Chelsea
2014 (x2) Real Madrid
2018 & 2019 Napoli
2021 Everton pic.twitter.com/7699FaIJzo