Enski boltinn

Segir fyrri leikinn gegn E­ver­ton mikil­vægan dag á tíma­bilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jürgen Klopp er þjálfari Liverpool sem mætir grönnum sínum í Everton í dag.
Jürgen Klopp er þjálfari Liverpool sem mætir grönnum sínum í Everton í dag. Getty/Laurence Griffiths

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að fyrri leikurinn gegn grönnunum í Everton hafi markað spor í tímabil ensku meistaranna það sem af er. Þetta sagði hann á blaðamannafundi fyrir leik dagsins.

Liverpool og Everton mætast á Anfield í dag en fyrri leikurinn vakti mikla athygli. Leiknum lauk 2-2 jafntefli en Virgil van Dijk var borinn af velli eftir samstuð við Jordan Pickford.

Klopp segir að menn muni ekki bera eitthvað inn í leikinn á morgun og segir það eitt að þetta sé grannaslagur sé nógu hvetjandi.

„Það mun ekkert fylgja okkur inn í leikinn á morgun. Þannig er það bara,“ sagði Klopp og hélt áfram að ræða um atvikið umdeilda:

„Það var gott að við spiluðum ekki strax við Everton eftir að við fengum fréttirnar um Virgil van Dijk. Segjum það bara þannig.“

„Svona er þetta. Við erum öll manneskjur og auðvitað var þetta ekki gott en þetta er löngu búið. Við hugsum ekki lengur um þetta.“

„Þetta er enn grannaslagur og það er nægilegt til þess að hvetja leikmennina til þess að spila sinn besta fótbolta.“

Fréttamennirnir gengu á Klopp og spurðu hvort að þessi leikur hafi haft áhrif á titilvörn meistaranna. Klopp var stuttorður:

„Það sem ég get sagt er að þetta var mikilvægur dagur, klárlega,“ bætti Klopp við.

Flautað verður til leiks klukkan 17.30 á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×