Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir staðreyndirnar sýna að aðgerðir á landamærum hér séu ekki með þeim hörðustu í Evrópu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira