Íslenski boltinn

Vilja tugmilljóna þróunarsjóð KSÍ

Sindri Sverrisson skrifar
Skagamenn leggja til stofnun sérstaks sjóðs til að efla fjárstuðning við félögin í landinu til kaupa á tólum og tækni.
Skagamenn leggja til stofnun sérstaks sjóðs til að efla fjárstuðning við félögin í landinu til kaupa á tólum og tækni. vísir/hag

Knattspyrnufélag ÍA leggur til að svokölluðum þróunarsjóði verði komið á fót á vegum KSÍ, til að styðja við og efla afreksþjálfun í fótbolta hér á landi.

Tillaga þessa efnis verður tekin fyrir á ársþingi KSÍ sem fram fer eftir tæpar tvær vikur, eða 27. febrúar.

Í tillögu Skagamanna segir að sjóðurinn sé hugsaður til að styðja knattspyrnufélög í kaupum á tækjum og tækni til að auka gæði afreksþjálfunar. Úthluta skuli úr sjóðnum á hverju ári og hann fjármagnaður með svokölluðu HatTrick framlagi Knattspyrnusambands Evrópu.

KSÍ er fyrir með mannvirkjasjóð sem ætlað er að styðja við nýframkvæmdir og endurbætur knattspyrnumannvirkja. Úr mannvirkjasjóði var ákveðið að deila út 29,5 milljónum króna á síðasta ári, og 41,45 milljónum króna árið 2019.

Í greinargerð með tillögu ÍA segir að mannvirkjasjóður hafi einmitt skilað miklum árangri og þróunarsjóður sé rökrétt framhald til að efla og þróa íslenska knattspyrnu. Bæta þurfi umgjörð með ýmis konar mælingum og þjálfunartækjum/tækni, og að æskilegt sé að sjóðurinn hefði að lágmarki 20 milljónir króna á ári til ráðstöfunar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.