Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 22:39 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi Donald Trump fyrrverandi forseta harðlega í kvöld. Vísir/AP Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51