Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 16:51 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sætir ákæru fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun janúar. Getty/Jabin Botsford Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. Af hundrað þingmönnum greiddu 55 atkvæði með því að kalla til vitni í réttarhöldunum. Þar var um að ræða alla fimmtíu demókrata deildarinnar auk fimm Repúblikana. CNN-fréttastofan greinir frá því að fólk í herbúðum forsetans fyrrverandi sé nokkuð undrandi á gangi mála í öldungadeildinni. Fyrir daginn var talið að málinu yrði lokið í dag og því myndi ljúka með sýknu forsetans. Ekki var talið að nægilega margir Repúblikanar tækju sér stöðu með Demókrötum svo sakfelling næðist. Til þess þarf hreinan meirihluta, eða 67 af hundrað þingmönnum. Saksóknarar í málinu hafa lýst yfir áhuga á því að fá fram vitnisburð fulltrúadeildarþingmannsins og Repúblikanans Jamie Herrera Beutler. Hún er ein þeirra tíu Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump. Saksóknarar vilja sérstaklega fá upplýsingar frá henni um símtal milli Trumps og Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni. Í því er Trump meðal annars sagður hafa skammað McCarthy. Á hann að hafa sagt að múgurinn sem réðst inn í þinghúsið 6. janúar, og Trump er ákærður fyrir að hafa hvatt til dáða, hafi látið sig úrslit forsetakosninganna í nóvember meiru varða en McCarthy. Að mati saksóknara kunni það að vera til marks um að Trump hafi í það minnsta verið fylgjandi því að múgurinn réðist inn í þinghúsið til þess að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna yrðu staðfest. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Af hundrað þingmönnum greiddu 55 atkvæði með því að kalla til vitni í réttarhöldunum. Þar var um að ræða alla fimmtíu demókrata deildarinnar auk fimm Repúblikana. CNN-fréttastofan greinir frá því að fólk í herbúðum forsetans fyrrverandi sé nokkuð undrandi á gangi mála í öldungadeildinni. Fyrir daginn var talið að málinu yrði lokið í dag og því myndi ljúka með sýknu forsetans. Ekki var talið að nægilega margir Repúblikanar tækju sér stöðu með Demókrötum svo sakfelling næðist. Til þess þarf hreinan meirihluta, eða 67 af hundrað þingmönnum. Saksóknarar í málinu hafa lýst yfir áhuga á því að fá fram vitnisburð fulltrúadeildarþingmannsins og Repúblikanans Jamie Herrera Beutler. Hún er ein þeirra tíu Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump. Saksóknarar vilja sérstaklega fá upplýsingar frá henni um símtal milli Trumps og Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni. Í því er Trump meðal annars sagður hafa skammað McCarthy. Á hann að hafa sagt að múgurinn sem réðst inn í þinghúsið 6. janúar, og Trump er ákærður fyrir að hafa hvatt til dáða, hafi látið sig úrslit forsetakosninganna í nóvember meiru varða en McCarthy. Að mati saksóknara kunni það að vera til marks um að Trump hafi í það minnsta verið fylgjandi því að múgurinn réðist inn í þinghúsið til þess að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna yrðu staðfest.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira