Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:57 Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf út tilskipun þess efnis í dag að helstu stjórnarandstæðingar skyldu handteknir. Getty/Hkun Lat Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. Fjöldi lagabreytinga var tilkynntur í dag, á áttunda degi víðtækra og fjölmennra mótmæla vegna valdaránsins sem herinn framdi 1. febrúar síðastliðinn. Við valdaránið var leiðtogi landsins Aung San Suu Kyi handtekin, og tókst hernum þar með að stöðva stjórnarfarsbreytingar í átt að lýðræði sem hafa farið fram hægt og bítandi frá árinu 2011. Greinendur segja lagabreytingarnar sem tilkynntar voru í dag minna á stjórnartíð hersins, sem varði í nær hálfa öld áður en lýðræðisþróun fór af stað í landinu. Á valdatíð hersins var landið eitt það lokaðasta í suðaustur Asíu. Meðal þeirra lagabreytinga sem gerðar voru í dag var afnám þriggja lagagreina sem varða vernd einkalífs og öryggis almennra borgara. Meðal lagagreinanna er grein sem segir að grunaðir afbrotamenn megi ekki vera í haldi lögreglu í meira en 24 tíma án samþykkis dómstóla og lagagreinin heftir einnig rétt löggæsluyfirvalda til þess að fara inn á einkaeign og framkvæma þar leit eða handtaka fólk, án aðkomu dómstóla. Þá hefur lagagrein um njósnir einnig verið felld úr gildi. Min Aung Hlaing, herforingi, skrifaði undir tilskipunina um lagabreytingarnar og er þar hvergi tekið fram hve lengi þessar breytingar gilda. Mjanmar Tengdar fréttir Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Fjöldi lagabreytinga var tilkynntur í dag, á áttunda degi víðtækra og fjölmennra mótmæla vegna valdaránsins sem herinn framdi 1. febrúar síðastliðinn. Við valdaránið var leiðtogi landsins Aung San Suu Kyi handtekin, og tókst hernum þar með að stöðva stjórnarfarsbreytingar í átt að lýðræði sem hafa farið fram hægt og bítandi frá árinu 2011. Greinendur segja lagabreytingarnar sem tilkynntar voru í dag minna á stjórnartíð hersins, sem varði í nær hálfa öld áður en lýðræðisþróun fór af stað í landinu. Á valdatíð hersins var landið eitt það lokaðasta í suðaustur Asíu. Meðal þeirra lagabreytinga sem gerðar voru í dag var afnám þriggja lagagreina sem varða vernd einkalífs og öryggis almennra borgara. Meðal lagagreinanna er grein sem segir að grunaðir afbrotamenn megi ekki vera í haldi lögreglu í meira en 24 tíma án samþykkis dómstóla og lagagreinin heftir einnig rétt löggæsluyfirvalda til þess að fara inn á einkaeign og framkvæma þar leit eða handtaka fólk, án aðkomu dómstóla. Þá hefur lagagrein um njósnir einnig verið felld úr gildi. Min Aung Hlaing, herforingi, skrifaði undir tilskipunina um lagabreytingarnar og er þar hvergi tekið fram hve lengi þessar breytingar gilda.
Mjanmar Tengdar fréttir Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31
Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59