Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar Blikar rúlluðu yfir Stjörnuna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikar fóru illa með Stjörnukonur í dag.
Blikar fóru illa með Stjörnukonur í dag. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu leik í Lengjubikarnum þetta árið með flugeldasýningu þegar Stjörnukonur komu í heimsókn í Fífuna.

Liðin áttust við í 1.umferð A-deildar Lengjubikarsins í dag og er óhætt að segja að yfirburðir Kópavogsliðsins hafi verið talsverðir.

Í hálfleik var staðan 5-0 fyrir Blikum og áður en yfir lauk hafði heimakonum tekist að koma boltanum alls sjö sinnum í mark Stjörnukvenna.M

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Breiðabliks í vetur og tvær af nýjum leikmönnum liðsins voru á skotskónum í dag; þær Karitas Tómasdóttir og Birta Georgsdóttir en einnig voru Agla María Albertsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir á skotskónum.

Öll mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Breiðablik 7-0 StjarnanFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.