Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 23:30 David Schoen, einn lögmanna Trumps. Getty/ Joshua Roberts Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“ Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26