Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2021 17:26 Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar. AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar og byrjaði hann á ræðu þar sem hann fór yfir málflutning teymisins og taldi upp ástæður fyrir því að hann teldi öldungadeildarþingmenn verða að sakfella forsetann fyrrverandi. Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Raskin sagði í upphafsræðu sinni að málið snerist ekki um stjórnarskrárvarinn rétt Trumps til málfrelsis, eins og verjendur forsetans hafa haldið fram. Setti hann málið í samhengi við gamlan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um málfrelsi og það að maður megi ekki kalla „eldur“ í fullum kvikmyndasal. Raskin: "This case is much worse than someone who falsely shouts fire in a crowded theater. It's more like like a case where the town fire chief, who's paid to put out fires, sends a mob not to yell fire in a crowded theater, but to actually set the theater on fire." pic.twitter.com/wj61BjDMaX— Aaron Rupar (@atrupar) February 10, 2021 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27 Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar og byrjaði hann á ræðu þar sem hann fór yfir málflutning teymisins og taldi upp ástæður fyrir því að hann teldi öldungadeildarþingmenn verða að sakfella forsetann fyrrverandi. Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Raskin sagði í upphafsræðu sinni að málið snerist ekki um stjórnarskrárvarinn rétt Trumps til málfrelsis, eins og verjendur forsetans hafa haldið fram. Setti hann málið í samhengi við gamlan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um málfrelsi og það að maður megi ekki kalla „eldur“ í fullum kvikmyndasal. Raskin: "This case is much worse than someone who falsely shouts fire in a crowded theater. It's more like like a case where the town fire chief, who's paid to put out fires, sends a mob not to yell fire in a crowded theater, but to actually set the theater on fire." pic.twitter.com/wj61BjDMaX— Aaron Rupar (@atrupar) February 10, 2021
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27 Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01
Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27
Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47
Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54