Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 18:09 Hermenn standa vörð við þinghús Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira