Erlent

Bein útsending: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Öldungadeildarþingmenn mæta í þingsal.
Öldungadeildarþingmenn mæta í þingsal. EPA/SHAWN THEW

Þriðji dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, stendur nú yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld.

Fulltrúadeildarþingmenn Demókrata sem reka málið gegn Trump, fyrrverandi forseta, vörðu drjúgum hluta gærkvöldsins í að sýna nýtt myndefni af árásinni, en forsetinn er ákærður fyrir að hafa hvatt til árásarinnar.

Myndböndin sýna nokkuð vel hversu nálægt árásarmennirnir komust þingmönnum og Mike Pence, þáverandi varaforseta, sem þeir höfðu sagst ætla að drepa. 

Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.