Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 15:55 Aðeins tók klukkustund að bólusetja 400 manna hópinn í gær. Vísir/Vilhelm Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. „Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“ Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“
Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira