Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 15:55 Aðeins tók klukkustund að bólusetja 400 manna hópinn í gær. Vísir/Vilhelm Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. „Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“ Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“
Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira