Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 12:32 Fimm heimspekingar stigu í dag fram og kölluðu eftir svörum við þeim spurningum sem brenna á þjóðinni varðandi mögulegan samning við Pfizer. Upplýst samfélagsumræða sé einmitt mikilvæg á erfiðum tímum faraldurs. Svör við spurningum séu sjaldan mikilvægari en einmitt á tímum sem þessum. Alessandro Bremec/NurPhoto/Getty Images Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. Kallað var eftir svörum og upplýsingum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa átt sér stað viðræður við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer um mögulegt rannsóknarverkefni hér á landi. Fundur íslensks vísindateymis með forsvarsmönnum Pfizer fer fram í dag en vonast er til að samningsdrög frá Pfizer verði lögð fram á fundinum. Forsætisráðherra sagði í Bítinu í morgun að hún ætti ekki von á að boðað yrði til blaðamannafundar að loknum fundi. Í grein heimspekinganna segir að það sé siðferðislega vafasamt að reyna að fá sérstakan forgang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við alvarlegri vanda en Íslendingar; þjóðir sem hafa veikari innviði og búa við útbreiddari veiru. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki.vefsíða eyju Spurningar landsmanna varðandi rannsóknina hafi verið vanræktar. Það sé eðlilegt að almenningur sé upplýstur um rannsóknina og samfélagsleg áhrif hennar. Svör þurfi að berast við spurningunni um gagnsemi rannsóknarinnar gagnvart Íslandi en ekki síst öðrum þjóðum. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem skrifuðu greinina. Hún segist í samtali við fréttastofu hafa skilning á að flestir óski þess að þeir sjálfir og ástvinir þeirra fái bólusetningu sem allra fyrst en hafa verði í huga að sem ábyrgir einstaklingar bærum við líka skyldur gagnvart öðrum. „Ef við skoðum þetta út frá heiminum í heild þá er ekki beint hægt að gera þá kröfu að við fáum að vera fyrst í röðinni því þörfin er á hinu sama úti um heim allan og víða meiri þörf en hérna í raun og veru vegna samfélagsaðstæðna.“ Ekki hafi aðeins spurningar um vísindalegt gildi rannsóknarinnar fyrir heiminn verið vanræktar heldur einnig spurningar sem lúti að fyrirkomulaginu sjálfu. „Vegna þess að rannsóknir eru oft þannig að mögulega felur það í sér áhættu að taka þátt í þeim. Það er í það minnsta eitthvað sem fólk þarf að fá að vita. Ef ég tek þátt í rannsókninni, felur það í sér áhættu fyrir mig? Get ég hafnað því að taka þátt? Hvað gerist ef ég hafna því? Það eru ýmis atriði sem hafa bara ekki verið rædd,“ sagði Eyja Margrét. Heimspekingarnir fimm ljúka grein sinni á að ræða um mikilvægi upplýstrar samfélagsumræðu í aðdraganda rannsóknar á borð við þessa. Hún taki tíma. Það geti verið freistandi að ýta til hliðar erfiðum spurningum, ekki síst í faraldri, en það sé hluti af góðu rannsóknarsiðferði og lýðræðismenningu að gefa þeim gaum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Fundað með Pfizer síðdegis Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi. 9. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Sjá meira
Kallað var eftir svörum og upplýsingum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa átt sér stað viðræður við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer um mögulegt rannsóknarverkefni hér á landi. Fundur íslensks vísindateymis með forsvarsmönnum Pfizer fer fram í dag en vonast er til að samningsdrög frá Pfizer verði lögð fram á fundinum. Forsætisráðherra sagði í Bítinu í morgun að hún ætti ekki von á að boðað yrði til blaðamannafundar að loknum fundi. Í grein heimspekinganna segir að það sé siðferðislega vafasamt að reyna að fá sérstakan forgang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við alvarlegri vanda en Íslendingar; þjóðir sem hafa veikari innviði og búa við útbreiddari veiru. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki.vefsíða eyju Spurningar landsmanna varðandi rannsóknina hafi verið vanræktar. Það sé eðlilegt að almenningur sé upplýstur um rannsóknina og samfélagsleg áhrif hennar. Svör þurfi að berast við spurningunni um gagnsemi rannsóknarinnar gagnvart Íslandi en ekki síst öðrum þjóðum. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem skrifuðu greinina. Hún segist í samtali við fréttastofu hafa skilning á að flestir óski þess að þeir sjálfir og ástvinir þeirra fái bólusetningu sem allra fyrst en hafa verði í huga að sem ábyrgir einstaklingar bærum við líka skyldur gagnvart öðrum. „Ef við skoðum þetta út frá heiminum í heild þá er ekki beint hægt að gera þá kröfu að við fáum að vera fyrst í röðinni því þörfin er á hinu sama úti um heim allan og víða meiri þörf en hérna í raun og veru vegna samfélagsaðstæðna.“ Ekki hafi aðeins spurningar um vísindalegt gildi rannsóknarinnar fyrir heiminn verið vanræktar heldur einnig spurningar sem lúti að fyrirkomulaginu sjálfu. „Vegna þess að rannsóknir eru oft þannig að mögulega felur það í sér áhættu að taka þátt í þeim. Það er í það minnsta eitthvað sem fólk þarf að fá að vita. Ef ég tek þátt í rannsókninni, felur það í sér áhættu fyrir mig? Get ég hafnað því að taka þátt? Hvað gerist ef ég hafna því? Það eru ýmis atriði sem hafa bara ekki verið rædd,“ sagði Eyja Margrét. Heimspekingarnir fimm ljúka grein sinni á að ræða um mikilvægi upplýstrar samfélagsumræðu í aðdraganda rannsóknar á borð við þessa. Hún taki tíma. Það geti verið freistandi að ýta til hliðar erfiðum spurningum, ekki síst í faraldri, en það sé hluti af góðu rannsóknarsiðferði og lýðræðismenningu að gefa þeim gaum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Fundað með Pfizer síðdegis Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi. 9. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Sjá meira
Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51
Fundað með Pfizer síðdegis Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi. 9. febrúar 2021 06:55