ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2021 09:05 Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda, sem vilja forsetann frá. epa/Jean Marc Herve Abelard Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað. Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað.
Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira