SVT segir frá því að einn til viðbótar hafi verið fluttur á sjúkrahús, en ekki liggur fyrir um hvort viðkomandi sé alvarlega slasaður.
Sænskir fjölmiðlar segja að rannsókn sé hafin á hvort að um íkveikju hafi verið að ræða, en húsið sem brann var úr timbri og voru þar nokkrar íbúðir að finna. Enn sé þó enginn grunaður í málinu sem stendur.
Ulf Seglert, talsmaður slökkviliðs, segir að húsið hafi verið alelda þegar slökkviliðsmenn hafi komið á vettvang og að upplýsingar hafi þá fengist um að einn væri enn í húsinu.