Stöðva ættleiðingar frá erlendum ríkjum Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 23:17 Ráðherrann Sander Dekker (t.h.) segir yfirvöld bera ríka ábyrgð í málinu og að þau hafi átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir ofbeldið sem einkenndi margar ættleiðingar. Getty/Jeroen Meuwsen Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá erlendum ríkjum og tekur bannið gildi tafarlaust. Ákveðið var að grípa til þessa úrræðis eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós of mörg tilvik ofbeldis og misnotkunar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma. Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór. Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals. „Alþjóðlegar ættleiðingar einblína einn á foreldra sem eru að leita að börnum, en það ætti í raun að vera öfugt,“ segir Boerma. Hollenska ríkisstjórnin hefur beðist afsökunar og sagði ráðherrann Sander Dekker að yfirvöld hefðu brugðist með því að hundsa ofbeldistilfelli í áraraðir. „Ríkisstjórnin gerði ekki það sem er ætlast af henni og hefði átt að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir ofbeldi, og það er erfið staðreynd.“ Holland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma. Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór. Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals. „Alþjóðlegar ættleiðingar einblína einn á foreldra sem eru að leita að börnum, en það ætti í raun að vera öfugt,“ segir Boerma. Hollenska ríkisstjórnin hefur beðist afsökunar og sagði ráðherrann Sander Dekker að yfirvöld hefðu brugðist með því að hundsa ofbeldistilfelli í áraraðir. „Ríkisstjórnin gerði ekki það sem er ætlast af henni og hefði átt að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir ofbeldi, og það er erfið staðreynd.“
Holland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira