Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 09:50 Benjamín Netanjahú er ákærður fyrir spillingu í þremur liðum. Vísir/EPA Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. Netanjahú hefur verið sakaður um að hafa tekið við mútum, brotið trúnað og framið fjársvik. Netanjahú er fyrsti starfandi leiðtogi Ísraels sem hefur verið ákærður fyrir glæp. Hann mætti fyrir dóm í morgun og greindi þar frá fyrir dómara að hann stæði við þær rituðu yfirlýsingar sem lögmenn hans hafa lagt inn. Hann yfirgaf dómssal um tuttugu mínútum eftir að réttarhöld hófust án skýringa. Netanjahú var ákærður árið 2019 eftir margra ára rannsókn vegna gjafa sem vinir hans, sem flestir eru vellauðugir, hafa gefið honum í gegn um tíðina. Vinirnir eru sagðir hafa sóst eftir því að Netanjahú innleiddi í staðin stefnumál sem þeim kæmi vel. Hann er meðal annars sakaður um að hafa beitt sér fyrir því að fjölmiðlalögum yrði breytt í stað þess að fjölmiðlar fjölluðu vel um hann. Fréttastofa Reuters veltir því upp hvort Netanjahú hafi yfirgefið dómssal svo snemma til þess að sýna almenningi að hann muni ekki leyfa réttarhöldunum að trufla störf hans, enda er nú mánaðarlöngu útgöngubanni að ljúka. Fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum fara nú fram 23. mars næstkomandi í Ísrael. Kórónuveirufaraldurinn og spillingarmál Netanjahús virðast efst í huga kjósenda en fjallað hefur verið um fátt annað í kring um kosningarnar. Ísrael Tengdar fréttir Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53 Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. 2. desember 2020 15:02 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Netanjahú hefur verið sakaður um að hafa tekið við mútum, brotið trúnað og framið fjársvik. Netanjahú er fyrsti starfandi leiðtogi Ísraels sem hefur verið ákærður fyrir glæp. Hann mætti fyrir dóm í morgun og greindi þar frá fyrir dómara að hann stæði við þær rituðu yfirlýsingar sem lögmenn hans hafa lagt inn. Hann yfirgaf dómssal um tuttugu mínútum eftir að réttarhöld hófust án skýringa. Netanjahú var ákærður árið 2019 eftir margra ára rannsókn vegna gjafa sem vinir hans, sem flestir eru vellauðugir, hafa gefið honum í gegn um tíðina. Vinirnir eru sagðir hafa sóst eftir því að Netanjahú innleiddi í staðin stefnumál sem þeim kæmi vel. Hann er meðal annars sakaður um að hafa beitt sér fyrir því að fjölmiðlalögum yrði breytt í stað þess að fjölmiðlar fjölluðu vel um hann. Fréttastofa Reuters veltir því upp hvort Netanjahú hafi yfirgefið dómssal svo snemma til þess að sýna almenningi að hann muni ekki leyfa réttarhöldunum að trufla störf hans, enda er nú mánaðarlöngu útgöngubanni að ljúka. Fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum fara nú fram 23. mars næstkomandi í Ísrael. Kórónuveirufaraldurinn og spillingarmál Netanjahús virðast efst í huga kjósenda en fjallað hefur verið um fátt annað í kring um kosningarnar.
Ísrael Tengdar fréttir Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53 Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. 2. desember 2020 15:02 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53
Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. 2. desember 2020 15:02
Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35