Innlent

Leit heldur áfram á K2 í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
John Snorri Sigurjónsson ásamt feðgunum Ali og Sajid, en Sajid sneri við eftir að súrefniskútur hans hætti að virka. Ekkert hefur spurst til Johns og Alis.
John Snorri Sigurjónsson ásamt feðgunum Ali og Sajid, en Sajid sneri við eftir að súrefniskútur hans hætti að virka. Ekkert hefur spurst til Johns og Alis. John Snorri Sigurjónsson

Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur.

Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar og í gær tókst aðeins að fljúga þyrlum pakistanska hersins við átta þúsund metra hæð en fjallið er 8.611 metra hátt.

Það var á fimmtudagskvöldið sem þeir félagar héldu á stað í átt að toppnum en gert var ráð fyrir að það tæki þá fimmtán til sextán klukkustundir að ná toppnum.

Um fimmleytið aðfaranótt föstudagsins lenti fjórði maðurinn sem var með í för, Sajid Sadpara, í vanda og sneri við. Sajid er sonur Alis sem er með John Snorra og Juan Pablo.

Þegar hann sá þremenningana síðast voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð eða um fjögur hundruð metra frá toppnum. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim.

Sajid kvaðst á blaðamannafundi í gær vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. Hann sagði að björgunaraðgerðir ættu að snúast um að finna líkamsleifar en líkurnar á því að einhver gæti komist lífs af eftir þriggja daga dvöl í átta þúsund metra hæð væru litlar sem engar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.